Bruno Fernandes er nýr fyrirliði Manchester United en það Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Bruno bar bandið að mestu á síðustu leiktíð þar sem Harry Maguire sat meira og minna á bekknum.
Erik ten Hag, stjóri United ákvað um liðna helgi að taka bandið af Maguire og hefur valið Bruno.
Bruno kom til United fyrir þremur og hálfu ári og hefur síðan þá verið jafn besti leikmaður liðsins.
Bruno fékk ansi góð tilboð frá Sádí Arabíu í sumar en hafnar þeim og verður nú fyrirliði Manchester United.
Bruno Fernandes will be new Man Utd captain, as revealed two days ago. ©️ https://t.co/MTypYC0BaE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2023