Samkvæmt enska blaðinu Mirror hefur Liverpool áhuga á að kaupa Marco Verratti miðjumann PSG sem er sagður vilja fara frá PSG.
Liverpool er að selja bæði Jordan Henderson og Fabinho til Sádí Arabíu og vantar því miðjumann.
Fjöldi miðjumanna er orðað við Liverpool og er Verratti nýjasta nafnið sem orðað er við Anfield.
PSG vill helst ekki selja Verratti en er sagt til í að skoða það fyrir um og yfir 70 milljónir punda.
Verratti er þrítugur og kom til PSG sumarið 2012 og hefur því verið hjá félaginu í ellefu ár.