Stuðningsmenn Inter Miami gætu þurft að bíða enn lengur eftir því að sjá Lionel Messi í eldlínunni.
Messi samdi við Miami fyrir nokkru síðan en mætti aðeins til borgarinnar í vikunni og var vel tekið á móti honum.
Búist var við að Messi myndi spila gegn mexíkóska félaginu Cruz Azul í vikunni en það er ekki víst.
David Beckham, eigandi Miami, staðfestir það að Argentínumaðurinn sé mögulega ekki tilbúinn fyrir leik svo snemma.
,,Við vitum ekki hvort Leo muni spila leikinn eða hvort hann fái einhverjar mínútur því hann þarf að vera tilbúinn,“ sagði Beckham.
,,Við þurfum að vernda hann og sjá til þess að hann sé tilbúinn. Hann hefur verið í fríi og var að koma til Miami. Hann hefur æft og lítur vel út.„