fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Eitt heitasta par Hollywood tilkynnir um óvæntan hjónaskilnað

Fókus
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 15:00

Joe Manganiello og Sofia Vergara á góðri stund Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt heitasta par Hollywood, hjónin Joe Manganiello og Sofia Vergara, eru að skilja eftir átta ára hjónaband. Þetta kemur fram í tilkynningu hjónanna sem slúðurmiðillinn PageSix birti. „Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að skilja,“ segir í tilkynningunni. Þar segjast þau óska eftir friði til þess að takast á við þennan breytta raunveruleika.

Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar leikararnir fóru að slá sér upp saman árið 2014 enda ofarlega á lista yfir kynþokkafyllstu leikara draumaborgarinnar.

Sambandið vatt hratt upp á sig en hálfu ári síðar höfðu þau trúlofast og rúmu ári síðar giftu þau sig með pompi og prakt í risastórri athöfn á Palm Beach sem helstu fjölmiðlar heims gerðu rækilega skil.

Ekki hafði verið fjallað um neina erfiðleika í hjónabandi parsins en þó hafði verið eftir því tekið að Manganiello var hvergi að sjá á myndum sem Vergara hefur birt undanfarna daga frá lúxusfríi sínu á Ítalíu þar sem hún fagnaði meðal annars afmæli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu