Hákon Arnar Haraldsson er tíundi dýrasti leikmaður í sögu franska félagsins Lille en félagið reif fram 2,2 milljarða til að fá Hákon frá Kaupmannahöfn.
Lille er þekkt fyrir það að kaupa efnilega leikmenn og selja þá á miklu dýrara verði en félagið reiddi fram.
Þar má nefna Victor Osimhen framherja Napoli í dag sem var hjá Lille, er hann einn eftirsóttasti leikmaður í heimi í dag.
💰Dýrustu leikmenn í sögu Lille. Sæmilegur félagsskapur. #fotboltinet pic.twitter.com/z5GsvzlFKK
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) July 18, 2023
Rafael Leao framherji AC Milan í dag var áður hjá Lille. Nicolas Pepe leikmaður Arsenal kostaði Lille 18 milljónir evra en var svo seldur til Arsenal fyrir 80 milljónir evra.
Næsta stóra söluvara Lille er Jonathan David framherja frá Kanada sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Lille vonast til þess að Hákon bæti leik sinn í Frakklandi en hann er aðeins tvítugur og gæti hækkað vel í verði með góðri frammistöðu.