fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Yfirlýsing úr Grindavík eftir ofbeldið í gær – Starfsmaður með skurð á löpp eftir spark frá leikmanni Gróttu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra láta sem voru eftir leik liðsins gegn Gróttu í Lengjudeildinni í gær.

Slagsmál brutust út eftir leik en Grótta sakar Guðjón Pétur Lýðsson, leikmann Grindavíkur um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki.

Guðjón játar því að hafa rifið harkalega í leikmann Gróttu en segir ekkert hálstak hafa átt sér stað.

Í yfirlýsingu Gróttu í gær var starfsmaður Grindavíkur sakaður um að hafa tekið þátt í ofbeldinu en það er fjarri lagi samkvæmt Grindavík.

„Stjórn Knattspyrnudeildar Gróttu gaf frá sér yfirlýsingu um málið í gær. Þar segir að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu. Knattspyrnudeild Grindavíkur getur ekki tekið undir þá atvikalýsingu. Liðsstjóri Grindavíkur stígur inn á milli aðila og er að reyna að stía leikmönnum í sundur. Uppsker hann í kjölfarið spark í fótlegg frá leikmanni Gróttu þannig að hann hlýtur skurð á fótlegg,“ segir í yfirlýsingu.

Yfirlýsing
Í gær fór fram leikur Gróttu og Grindavíkur í Lengjudeild karla á Seltjarnarnesi. Grótta vann leikinn 2-0 og óskum við þeim til hamingju með sigurinn og góða spilamennsku.

Eftir leik kemur upp atvik við búningsherbergi þar sem til áfloga kemur á milli leikmanna. Leikmaður Grindavíkur, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur sjálfur gefið út yfirlýsingu um málið og beðist afsökunar á sínum þætti málsins. Það skal áréttað hér að Knattspyrnudeild Grindavíkur fordæmir allt ofbeldi, innan vallar sem utan.

Stjórn Knattspyrnudeildar Gróttu gaf frá sér yfirlýsingu um málið í gær. Þar segir að aðili úr starfsliði Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu. Knattspyrnudeild Grindavíkur getur ekki tekið undir þá atvikalýsingu. Liðsstjóri Grindavíkur stígur inn á milli aðila og er að reyna að stía leikmönnum í sundur. Uppsker hann í kjölfarið spark í fótlegg frá leikmanni Gróttu þannig að hann hlýtur skurð á fótlegg.

Gott samtal hefur átt sér stað milli Gróttu og Grindavíkur í morgun og munu félögin leitast við að ljúka málinu í góðri samvinnu.
Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“