fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Óskar Hrafn brattur fyrir Evrópukvöldi í Kópavogi – „Ég gæti haldið langa ræðu um það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Shamrock Rovers í seinni leik liðanna í 1 umferð Meistaradeildar Evrópu á morgun. Staða Blika er góð eftir 0-1 sigur í útileiknum.

Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks meiddist í fyrri leik liðanna en á að geta spilað á morgun. „Já ég held það nema eitthvað stórkostlegt hafi gerst um helgina,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks við 433.is í dag.

Shamrock Rovers er með bak sitt upp við vegg en Óskar segir það flókið verkefni að sækja sigur eftir tap á heimavelli.

„Það er ekki þægilegt að tapa á heimavelli og fara á útivöll og sækja sigur, fyrir fram litu þeir á sig sem stóra aðilann í þessu einvígi. Leikurinn á þriðjudag var fínn, var ágætur en mér finnst við eiga mikið inni. Við þurfum að ná því fram.“

Breiðablik vann þennan góða sigur og sigur á Fram í Bestu deildinni á föstudag, Óskar er þó ekki sammála því að Blikar hafi verið í brekku þar á undan.

„Ég deili ekki þessu brösótta gengi, ég gæti haldið langa ræðu um það að við erum að glíma við Víking og Val sem hafa unnið alla sína leiki. Við erum með tvö stig að meðaltali í leik sem þykir fínt, það væri fínt að vera með jafnmörg stig og Víkingur en lífið er ekki alltaf þannig.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
Hide picture