Ummæli Jurgen Klopp um Trent Alexander Arnold hafa vakið kátínu á meðal stuðningsmanna Liverpool.
Bakvörðurinn Trent er mættur til æfinga hjá Liverpool en hann hefur losað sig við nokkuð mikið hár og skellti sér í klippingu í sumar.
Það er eitthvað sem Klopp, stjóri liðsins, er afskaplega hrifinn af en hann er ánægður með nýja stíl Trent.
Trent átti ekki sitt besta tímabil með Liverpool síðasta vetur og vonast væntanlega eftir því að gera betur þann næsta.
.,Eins og ég segi, nokkrar breytingar hafa átt sér stað. Trent er búinn að klippa sig með sigursælustu klippingu á hans ferli,“ sagði Klopp.
,,Hann ákvað að fórna því að vera svalur fyrir því að ná árangri, ég er hrifinn af því!“