fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Staðan var vonlaus og allir gáfust upp: Það versta sem hann hefur séð á ævinni – ,,Eins slæmt og þetta getur orðið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. júlí 2023 22:00

Claudio Ranieri ásamt fjölskyldu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Gosling, fyrrum leikmaður Watford, hefur tjáð sig um afskaplega erfiða tíma hjá félaginu árið 2022.

Watford féll þá úr ensku úrvalsdeildinni en liðið var heilum 15 stigum frá öruggu sæti er tímabilið var flautað af.

Þrír þjálfarar voru hjá liðinu á aðeins einu tímabili en leikmenn liðsins sýndu lítinn sem engan áhuga á að reyna á sig í leikjunum undir lokin.

,,Við vorum með leikmenn á þessum tíma sem komu til æfinga segjandi að þeir væru búnir að fá upp í kok af stöðunni,“ sagði Gosling.

,,Liðið var á leið niður og við vorum með leikmennn sem vissu að þeir væru á förum. Þeir hugsuðu bara um að þeir væru búnir og voru að horfa annað.“

,,Ég taldi þetta hugarfar vera til skammar, það voru margir sjálfum sér til skammar og það var ástæðan fyrir því að félagið féll niður um deild.“

,,Þetta snerist ekkert um hæfileika, sumir leikmenn voru ekki að spila eins vel og þeir gátu einstaklingslega séð. Þetta var allt til skammar, versti búningsklefi sem ég hef verið hluti af.“

Gosling hélt svo áfram og tjáði sig um stjóra liðsins á þessum tíma, Claudio Ranieri, sem vann deildina með Leicester árið 2016.

,,Þessi tími með Ranieri var ekki skemmtilegur. Allt sem tengdist hans komu var ömurlegt, starfsfólkið og hugarfarið. Þeim leið ömurlega þarna sem lét öðrum líða ömurlega.“

,,Það kom mér á óvart að þetta teymi hafi náð fjórum mánuðum í starfi. Ég hef verið í fótboltanum lengi og þetta var eins slæmt og það getur orðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París