fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Tölvupósturinn rataði á rangan stað og eyðilagði allt – „Getur troðið peningunum upp í rassgatið á sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmaður skoska knattspyrnufélagsins Elgin City gerði heldur betur slæm mistök á dögunum.

Á bak við tjöldin voru menn hjá Elgin City að fagna kærkomnum samstarfssamning við olíufyrirtæki í nágrenninu sem var í eigu annars stjórnarmanns, Stephen Scott.

Scott var greinilega ekki vinsæll á meðal allra þó allir væru til í að þiggja peningana hans á erfiðum tímum fjárhagslega, en samstarfssamningur átti að vera ansi stór.

Einn stjórnarmaður sendi tölvupóst þar sem stóð að Scott gæti „troðið peningunum sínum upp í rassgatið á sér.“ Átti þessi póstur auðvitað alls ekki að fara á Scott en þangað rataði hann.

Scott dró samstarfssamninginn því til baka. „Ég er ekki viðkvæmur en það eru mörk fyrir öllu,“ sagði hann um málið.

Scott fannst afar leitt að þurfa að gera þetta þar sem hann hefur stutt Elgin City allt sitt líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Í gær

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman

Mætast hinum megin á hnettinum eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar