fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Anna horfir sátt til baka á tímann hjá Inter – „Þetta var erfið ákvörðun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 16:00

Anna Björk Kristjánsdóttir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir gekk á dögunum í raðir Vals frá ítalska stórveldinu Inter. Hún horfir sátt til baka á tímann á Ítalíu.

Hin 33 ára gamla Anna kom til Íslandsmeistara Vals eftir tvö góð ár hjá Inter. Valur var efstur í huga eftir að hún ákvað að snúa heim til Íslands.

„Ég heyrði í fleiri liðum en það svosem kom ekkert annað til greina. Ég hef heyrt í Val í nokkur ár núna. Það hefur verið tékkað á mér þaðan reglulega. Hugurinn var því svolítið að fara í Val og þegar við byrjuðum að ræða saman kom lítið annað til greina,“ segir Anna í samtali við 433.is.

video
play-sharp-fill

Það var þó ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa Inter.

„Ég var að hugsa í fyrra hvort ég ætti að taka eitt ár í viðbót eða fara heim. Ég var ekki tilbúinn að yfirgefa Inter í fyrra og það var líka erfitt núna. Mér leið gífurlega vel þarna. Þetta var erfið ákvörðun en ég er sátt með hana.

Ég er virkilega sátt með að hafa endað atvinnumannaferilinn í Inter. Það var virkilega gott lið, mjög faglegt allt í kringum liðið. Ég spilaði vel og leið vel í liðinu. Að enda þarna var eiginlega fullkomið og það var gott að ganga frá borði sátt.“

Anna er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnum í vináttuleik nú klukkan 18. Hún ræðir leikinn og fleira í viðtalinu sem má nálgast í heild í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“
Hide picture