Manchester United hefur fengið sekt frá UEFA fyrir að brjóta reglur er varðar fjármögnum félaga en taprekstur er ástæða þess.
Um er að ræða tímabilið 2019 til 2022 þar sem United fór ekki alveg eftir reglum UEFA.
UEFA segir brotið smávægilegt og þarf United að borga 300 þúsund pund í sekt. „Við erum svekktir með þessa niðurstöðu en Manchester United tekur þessu,“ segir félagið.
United segir að taprekstur vegna COVID útskýri þetta og að útspil UEFA að slaka á reglum hafi haft áhrif.
Í yfirlýsingunni segir að United sé búið að snúa við blaðinu og að tekjurnar á þessu ári verði með besta á móti og jafnvel tekjuhæsta ár í sögu félagsins.
Manchester United fined €300,000 by UEFA's Club Financial Control Body after being monitored for FFP breaches.
UEFA said club reported 'minor break-even deficits' covering the financial years 2019 to 2022 #mufc
— Tyrone Marshall (@TyMarshall_MEN) July 14, 2023