Arsenal hefur lofað West Ham því að félagið muni í dag ganga frá öllum pappírum og kaupum á Declan Rice miðjumanni félagsins.
Nokkuð er liðið frá því að félögin náðu saman en pappírsvinnan hefur tekið tíma.
David Moyes vill fá peningana í kassann svo að hann geti farið að versla leikmenn og James Ward-Prowse virðist efstur á blaði.
Ward-Prowse hefur alla tíð leikið með Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Moyes vill fá hann á miðsvæði sitt og er West Ham tilbúið að setja 25 milljónir punda á borðið til að krækja í kauða.
Búist er við að Moyes fái 3-4 leikmenn inn í staðinn fyrir Rice og enski miðjumaðurinn er þar efstur á blaði.