fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Í hvaða átt er strætóinn að fara?

80 prósent barna geta svarað spurningunni – Getur þú það?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hefur ekki gaman að gátum sem reyna örlítið á heilann? National Geographic birti þessa mynd á vef sínum en á henni má sjá strætisvagn sem er alveg nákvæmlega eins að framan og að aftan. En í hvaða átt er hann að fara? Svarið liggur í augum uppi þegar vel er að gáð.

Gátan birtist fyrst í sjónvarpsþáttaröð National Geographic sem ber heitið Brain Games TV. Í þættinum kom fram að 80 prósent barna hafi svarað spurningunni rétt og að fullorðnir ættu í raun í meiri vandræðum með að finna rétt svar en börn.

Rétt svar fer eftir því hvar í heiminum þú býrð. Rétt svar hjá þeim sem eru til dæmis vanir íslensku vegakerfi er að strætisvagninn sé í leið vestur, eða til vinstri frá okkur séð. Ástæðan er sú að á þeirri hlið sem snýr að okkur eru engar dyr til að ganga inn í strætóinn. Þá hljóta dyrnar að vera á hinni hliðinni, þeim megin sem ökumaðurinn situr.
Rétt svar hjá þeim sem eru vanir bresku vegakerfi er hins vegar það að strætóinn sé í leið austur, eða til hægri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna