fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Onana getur verið erfiður – Féll á lyfjaprófi, rauk heim af HM og hefur rifist við Ten Hag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United á von á því að klára kaupin á Andre Onana markverði Inter í vikunni en drengurinn frá Kamerún getur verið nokkuð erfiður að eiga við.

Onana var markvörður Ajax um langt skeið en hann átti stöðuna í markinu þegar Erik ten Hag tók við þjálfun liðsins og hélt stöðunni áfram.

Það var svo í febrúar árið 2021 sem Onana var dæmdur í bann fyrir að hafa tekið ólögleg lyf.

Onana sagðist hafa ætlað fá sér verkjalyf en óvart tekið lyf sem konan hans átti. Margir áttu erfitt með að trúa því.

Ten Hag stóð með Onana í gegnum níu mánaða bannið en hann var ekki sáttur með Onana þegar hann kom til baka og var alltof þungur. Eftir nokkur mistök ákvað Ten Hag að henda honum á bekkinn.

Onana tjáði stuðningsmönnum Ajax að honum væri alveg sama því hann væri búin að semja við Inter sem varð svo að veruleika.

Það var svo á HM í Katar þar sem Onana rauk heim af mótinu, Rigobert Song þjálfari liðsins var ósáttur með áhættuna sem Onana tók og skipaði honum að sparka fram völlinn.

Onana tók það ekki í mál og rauk heim og hefur sagt að hann muni aldrei aftur spila landsleik fyrir Kamerún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með