fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Nýr stjóri gerir sér grein fyrir stöðunni og er ekki í neinum feluleik – „Ég myndi heldur ekki búast við því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. júlí 2023 13:00

Harry Kane í leik með Tottenham / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou stjóri Tottenham virðist gera sér fulla grein fyrir því að Harry Kane gæti farið frá félaginu í sumar.

Kane, sem verður þrítugur síðar í mánuðinum, á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og hefur verið sterklega orðaður við brottför.

Bayern Munchen bauð á dögunum sitt annað tilboð í Kane og hljóðaði það upp á 70 milljónir punda með möguleika á aukagreiðslum. Fyrra tilboð hljóðaði upp á 60 milljónir punda og var því rakleiðis hafnað.

Daniel Levy hjá Tottenham er harður í horn að taka í samningsviðræðum og vill 100 milljónir punda fyrir Kane þrátt fyrir að hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.

„Það hefur enginn tjáð mér að það sé tryggt að Kane verði áfram og ég myndi heldur ekki búast við því,“ segir Postecoglou.

„Það er ekkert öruggt í þessum málum. Harry er hluti af hópnum eins og er og hlakkar til að snúa aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“