fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Þýski heimsmeistarinn hér á landi – Fékk sér bjór og var í íslenskri lopapeysu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski Heimsmeistarinn, Manuel Neuer er staddur hér á landi í sumarfríi og virðist kunna vel við land og þjóð ef marka má Kareni Kjartansdóttur fyrrum fjölmiðlakonu.

„Ok, Lindarhvolsskýrsla og hugsanlega kannski eldgos en vissuð þið að Manuel Neuer, markvörður Þjóðverja og Bayern München, var í bjór á Hygge í Fljótshlíð hjá yndislega mági mínum honum Jorge Muñoz og það í íslenskri lopapeysu!,“ skrifar Karen.

Neuer er að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir á skíðum síðasta vetur en mikil reiði ríkti með þá ákvörðun hans að fara á skíði á miðju tímabili.

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer.
Mynd/Facebook

Neuer leikur fyrir þýska stórliðið FC Bayern en hann er ekki fyrsta knattspyrnustjarnan sem heimsækir land og þjóð þetta sumarið.

Eddie Howe þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni var hér á dögunum en Neuer virðist njóta vel hér á landi í góðri lopapeysu á Suðurlandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt