fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Þýski heimsmeistarinn hér á landi – Fékk sér bjór og var í íslenskri lopapeysu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski Heimsmeistarinn, Manuel Neuer er staddur hér á landi í sumarfríi og virðist kunna vel við land og þjóð ef marka má Kareni Kjartansdóttur fyrrum fjölmiðlakonu.

„Ok, Lindarhvolsskýrsla og hugsanlega kannski eldgos en vissuð þið að Manuel Neuer, markvörður Þjóðverja og Bayern München, var í bjór á Hygge í Fljótshlíð hjá yndislega mági mínum honum Jorge Muñoz og það í íslenskri lopapeysu!,“ skrifar Karen.

Neuer er að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir á skíðum síðasta vetur en mikil reiði ríkti með þá ákvörðun hans að fara á skíði á miðju tímabili.

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer.
Mynd/Facebook

Neuer leikur fyrir þýska stórliðið FC Bayern en hann er ekki fyrsta knattspyrnustjarnan sem heimsækir land og þjóð þetta sumarið.

Eddie Howe þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni var hér á dögunum en Neuer virðist njóta vel hér á landi í góðri lopapeysu á Suðurlandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi