fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Beckham hræddur um að brotna niður þegar hann ræddi áreitið sem hann mátti þola – „Þetta gerðist daglega í nokkur ár“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 20:00

David Beckham og Björgólfur Thor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Án nokkurs vafa, þá hefur þetta enn áhrif á mig,“ sagði David Beckham á ráðstefnu í vikunni þegar hann var beðinn um að ræða atvikið frá Heimsmeistaramótinu árið 1998. Ungur og óreyndur Beckham lét reka sig af velli í átta liða úrslitum.

Beckham sparkaði þá í átt að Diego Simeone og var rekinn af velli, England féll úr leik og Beckham var gerður að skúrki í öllum helstu fjölmiðlum Englands.

Beckham bárust líflátshótanir og fleira. „Ég er að reyna að brotna ekki niður þegar ég ræði þetta, en ég var virkilega hræddur á þessum tíma,“ segir Beckham.

„Afi minn hringdi í mig og sagði að það væri fólk að berja á hurðina hjá sér og segja ég hefði svikið alla þjóðina og fjölskyldu mína. Hann vildi vita hvað hann ætti að segja.“

Dagarnir og mánuðirnir eftir rauða spjaldið voru svo erfiðir. „Ég gat ekki keyrt um London, ég gat ekki farið í göngutúr, ég gat ekki farið á veitingastaði, ég gat ekki farið á barinn. Vinir mínir vildu ekki vera með mér úti.“

„Þeir vissu að það yrði ráðist að okkur, ef ég stoppaði á rauðu ljósi var lamið í bílinn minn og hrækt á hann.“

„Þetta gerðist daglega í nokkur ár á eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll