Brighton hefur rifið upp veskið og keypt Bart Verbruggen markvörð frá Anderlecht og greiðir félagið 16,3 milljónir punda fyrir kauða.
Verbruggen er tvítugur og hefur vakið athygli með hollenska U21 árs landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.
Robert Sanchez byrjaði sem fyrsti kostur í mark Brighton á síðustu leiktíð en Jaston Steele tók svo stöðuna.
Verbruggen er fjórði leikmaðurinn sem Brighton fær en áður samdi félagið við James Milner, Mahmoud Dahoud og Joao Pedro.
Búist er við að Brighton vaði næst í Mohamed Kudus kantmann Ajax en félagið hefur verið að eltast við hann í allt sumar.