fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Arnar Grétarsson ræddi um agabrotin á Akureyri – „Ég þekki einn dreng, hann er ekki að verða eftir til að fara út á lífið og djamma“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pætur Petersen, Harley Willard og Þorri Mar Þórisson leikmenn KA voru allir settir í agabann af Hallgrími Jónassyni þjálfara KA. Voru þeir ekki í hóp þegar liðið tapaði gegn ÍBV á dögunum.

Forsagan er sú að þeir félagar ferðuðust ekki með liðinu heim eftir leik gegn KR og urðu eftir í Reykjavík. Var það án samráðs við þjálfarateymið ef marka má Hallgrím.

Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari KA og þjálfari Vals í dag var spurður út í þetta mál í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í gærkvöldi.

„Það kom alveg fyrir að einstaka sinnum að menn báðu um það að koma deginum eftir, undantekningar laust var það leyft,“ segir Arnar Grétarsson í Vigtinni.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins tók þá til máls. „Þeir létu ekki vita. Heldur þú að þeir hefðu þorað að láta ekki vita ef Arnar Grétarsson væri þjálfari?,“ segir Kristján.

Arnar vildi ekki láta draga sig út í þá umræðu. „Ég ætla ekki að svara þessu. Ég veit ekkert um það, mér finnst þetta miður. Við erum að fabúlera,“ segir Arnar.

Þorri Mar er sá leikmaður sem var í liði KA þegar Arnar stýrði liðinu, Arnar segir útilokað að Þorri hafi verið eftir í bænum til að fara út á lífið. „Ég hef enga trú á því, Ég þekki einn dreng, hann er ekki verða eftir til að fara út á lífið og djamma. Þarna eru samskiptaörðuleikar eða eitthvað, það er mjög auðvelt að búa til alvöru vesen út af einhverju,“ segir Arnar.

Gengi KA eftir að Arnar hætti hefur ekki verið gott. „Um leið og einhverjir hlutir ganga ekki vel, það hefur verið ströggl á KA sem hefur spilað vel en ekki náð úrslitum. Mér fannst Haddi gera þetta vel, fór ekki í feluleik og málið er afgreitt. Ég á von á því að hann velji sitt sterkasta lið næst,“ segir Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum