fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Virtur fjölmiðill segir viðræður Gylfa og DC United ekki langt komnar og engar tölur hafi verið ræddar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. júní 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

433.is sagði frá því í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum. Síðan að frétt okkar birtist hafa margir stærstu fjölmiðlar í heimi sagt frá málinu.

Ensk blöð sögðu fyrr í dag að Gylfi Þór væri væntanlegur til Washinghton í dag til að ræða við félagið og Wayne Rooney þjálfara liðsins.

The Athletic segir svo frá málinu en þar kemur fram að viðræður um kaup og kjör séu ekki langt komnar. „Samningurinn er enn á byrjunarstigi og ekkert formlegt tilboð hefur verið lagt fram,“ segir í grein The Athletic.

Þjálfari DC United er Wayne Rooney fyrrum samherji Gylfa Þórs hjá Everton. Með liðinu leikur svo hinn öflugi Guðlaugur Victor Pálsson.

Gylfi Þór fagnar 34 ára afmæli sínu í haust en fyrir utan eitt og hálft ár í Þýskalandi hefur Gylfi verið búsettur í Bretlandi frá árinu 2005.

Samningur hans við Everton rann út fyrir ári síðan en rannsókn á máli hans í Bretlandi var felld niður í vor þar sem engar líkur voru taldar á að hann yrði dæmdur fyrir meint brot.

„Þetta er mjög langur tími sem hann hefur ekki getað spilað fótbolta. Í ljósi niðurstöðu málsins þá vona ég að hann geti fundið leiðina aftur inn í leikinn. Það er enginn ástæða fyrir því að hann ætti ekki að geta það,“ sagði Mark Haslam lögmaður Gylfa Þórs í samtali við 433.is á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Í gær

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“