fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að þróunin í Sádi-Arabíu fari í taugarnar á sér

433
Laugardaginn 24. júní 2023 17:00

Cristiano Ronaldo er á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út á 433.is og í Sjónvarpi Símans alla föstudaga. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til þeirra félaga.

Sádi-Arabía hefur verið áberandi á félagaskiptamarkaðnum í sumar en deildin reynir að lokka til sín stærstu stjörnur Evrópu.

„Ég er alveg tilbúinn að hleypa eldri mönnum sem eru að klára ferilinn þangað. Það böggar mig ekki. En að leikmenn eins og Bernardo Silva séu nú orðaðir við lið þarna, það pirrar mig smá. Hann er á toppi ferilsins og maður vill sjá hann í bestu liðum Evrópu,“ segir Hrafnkell.

Þorgerður tók í sama streng.

„Eitt er að vilja byggja sig upp og margar þjóðir hafa gert það, en ekki á grunni óendanlegs fjármagns. Svo eru í bakgrunninum ótrúleg mannréttindabrot sem eiga sér stað þarna.

Þú vilt ekki útiloka þjóðirnar, frekar að reyna að tala fyrir mannréttindum. En mér er ekkert rosalega skemmt yfir þessu. Mér finnst leiðindabragur yfir þessu og mér finnst knattspyrnan vera komin í smá klípu. Fótboltinn í Katar var ekki bara í skugga mannréttindabrota heldur líka óendanlegs auðs, sem er allt í lagi svo lengi sem ákveðin prinsipp, gagnvart konum, öllum kynjum, séu í lagi. Á endanum verðum við að spyrja okkur að því hversu langt við ætlum að leyfa fjármagninu að stjórna.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot