fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Jóhann Berg varaði leikmenn Íslands við: ,,Það má ekki í eina sekúndu“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.

Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.

Markið var skorað í uppbótartíma og var um afskaplega grátlegt tap að ræða. Ísland kláraði leikinn einnig manni færri eftir rauða spjald Willums Þórs Willumssonar er níu mínútur voru eftir.

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, ræddi við blaðamenn eftir leikinn í kvöld.

,,Mér fannst við spila mjög vel í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þorðum að spila honum og það vantaði seinna að þora aðeins meira með boltann. Við vörðumst gríðarlega vel og það var frábær stemning á vellinum sem hjálpar gríðarlega mikið og svo er það að fá þetta mark á sig sem er ansi þreytt og erfitt að kyngja,“ sagði Jóhann.

,,Ég get lítið um markið sagt, þetta var erfitt manni færri og þreyttar lappir en mér fannst við vera mjög solid og margt jákvætt. Við getum tekið fullt af jákvæðu úr þessum glugga.“

,,Það eru smáatriði sem við þurfum að laga. Við þurfum að vera fókuseraðir í allar mínútur og það má ekki slökkva á sér í eina sekúndu. Þetta eru þrjú mörk sem við eigum að koma í veg fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár