fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Eyddi 44 milljónum á einu kvöldi áður en spilavítið hringdi í vinnuna hans – ,,Hann var agndofa yfir þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Caulker, fyrrum leikmaður Liverpool og QPR, hefur tjáð sig um eigin reynslu af því að stunda fjárhættuspil.

Caulker er enn aðeins 31 árs gamall í dag en hann leikur með Wigan og á að baki einn landsleik fyrir England.

Ferill Caulker fór niður á við eftir að hafa samið við QPR árið 2014 og frá 2017 hefur hann leikið fyrir átta mismunandi félög.

Spilavítin höfðu mikið að gera með það en Caulker var með hugann utan vallar og var duglegur að vaka á nóttunni og eyða peningum í vitleysu.

,,Þetta kvöld þá ákvað ég að fara í fimm mismunandi spilavíti og það kostaði mig 250 þúsund pund. Degi seinna áttum við að spila við Arsenal,“ sagði Caulker.

,,Við spiluðum við Arsenal en ég er ekki viss hver staðan var. Við töpuðum 2-1 eða við gerðum jafntefli, eitthvað af þessu.“

,,Næsta dag þá heyrir Les Ferdinand [þáverandi yfirmaður knattspyrnumála félagsins] í mér og kallar mig inn á skrifstofu. Hann sagði mér að spilavítin hefðu hringt í félagið.“

,,Hann var agndofa yfir því hvernig ég gæti eytt þessum peningum degi fyrir leik. Ég var vanur þessu, ég var í raun dofinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“