fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Alfons eftir leik: ,,Skýr skilaboð frá honum að við höfum engan tíma til að hengja okkur á þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í vondum málum í undankeppni EM eftir leik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða þriðja leik Íslands í riðlakeppninni en áður var leikið við Bosníu og Liechtenstein.

Leikurinn gegn Bosníu tapaðist 3-0 en í kjölfarið unnum við Liechtenstein sannfærandi 7-0 á útivelli.

Alfons Sampsted, bakvörður Íslands, ræddi við blaðamenn eftir 2-1 tap gegn Slóvakíu og var skiljanlega svekktur.

,,Fyrstu viðbrögð eru að við eigum góðan fyrri hálfleik, fyrri hálfleik þar sem við sköpum okkur færi og getum fengið meira út úr honum en við gerðum,“ sagði Alfons.

,,Í seinni hálfleik þá nýtum við ekki það færi að stjórna leiknum og láta þá hlaupa og fyrir vikið missum við aðeins tökin og þeir byrja að skapa meira og leikurinn spilast meira á miðjum vellinum frekar en fyrir framan þeirra mark.“

,,Stemningin eftir leik var súr. Okkur fannst þetta vera fyrri hálfleikur þar sem við gátum sett okkur í betri stöðu en við gerðum en það voru skýr skilaboð frá þjálfaranum að við höfum engan tíma til að hengja okkur á þessu, það er leikur eftir tvo daga gegn virkilega flottu liði.“

Nánar er rætt við Alfons hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga