fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. júní 2023 10:29

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir hefur farið með íþróttavörufyrirtæki sitt, Define The Line, út fyrir landsteinana.

Merkið er komið í sölu í verslun í Soho-hverfinu í New York. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta og hvað þá að deila þessu með ykkur. Litla barnið mitt sem stækkar og stækkar er komið alla leið til NEW YORK!“ segir hún.

Æfingarföt Línu Birgittu komin í sölu í flottri verslun í New York. Mynd/Instagram

„Eftir að hafa tekið þátt í [tískuvikunni í París] með Define the Line í fyrra hafa allskonar tækifæri bankað upp á og ótrúlegasta fólk og fyrirtæki hafa haft samband. Þannig ég vil hvetja alla sem lesa þetta að vera opin fyrir því að kynnast fólki og stökkva á tækifærin þegar þau gefast en ég kynntist svo mörgu fáránlega flottu fólki á [tískuvikunni í París].

Define the Line var rétt í þessu að byrja í sölu í svo bilaðslega flottri verslun sem er staðsett í Soho í NY þar sem allar fínu merkjabúðirnar eru og ég gæti gjörsamlega sprungið úr þakklæti.

Núna fæ ég loksins að njóta, skoða og upplifa þennan draum sem er að rætast eftir mestu vinnutörn lífs míns, en vinnan var 10000% þess virði.

Ég vil enda [þessa færslu] og segja takk fyrir öll peppin hvað varðar Define the Line og takk fyrir að vera partur af Define the Line.“

Næst á dagskrá hjá athafnakonunni er að opna sýningarsal (e. showroom) á Íslandi

„Þar sem þið getið komið að skoða allar vörur frá Define the Line og mátað! Er orðin svo spennt fyrir því,“ segir hún.

Lína Birgitta er stödd í stórborginni ásamt unnusta sínum, Guðmundi Birki Pálmasyni, og kíktu þau í verslunina um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina