fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Fer fögrum orðum um Arnar Þór eftir samstarfið –  „Höfðu ekkert með hann að gera og aðrir hefðu átt að svara“

433
Laugardaginn 10. júní 2023 19:15

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá þar til sín góða gesti. Í þetta sinn sat landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson með þeim.

Arnar Þór Viðarsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari í vor og Age Hareide er tekinn við. Jóhann var spurður út í tíð Arnars með landsliðinu.

„Hann var upp og niður en ég og Arnar náðum vel saman. Ég hafði samband við hann eftir að hann fór og við ræddum vel saman. Ég hef ekkert neikvætt um hann að segja.

Hann kom inn á gríðarlega erfiðum tíma. Hann var látinn svara spurningum á fréttamannafundum sem höfðu ekkert með hann að gera og aðrir hefðu átt að svara. Það var erfitt fyrir hann og þá var þetta brekka upp frá því, eitthvað sem hann náði ekki að vinna sig upp úr.“

En fannst Jóhanni Arnar settur í erfiða stöðu?

„Já. Ég held að enginn þjálfari hefði viljað vera í þessari stöðu og hann var ekki með mestu reynsluna til að takast á við þetta allt saman. Ég held að enginn þjálfari hefði getað komið vel út úr þeim aðstæðum sem hann var settur í.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool látinn – Skoraði í sínum fyrsta leik sem var gegn KR

Fyrrum framherji Liverpool látinn – Skoraði í sínum fyrsta leik sem var gegn KR
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum
Hide picture