fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Real Madrid og Dortmund ná samkomulagi – Læknisskoðun handan við hornið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 13:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid og Borussia Dortmund hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á Jude Bellingham.

The Athletic segir frá þessu.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims en Real Madrid hefur unnið kapphlaupið um hann.

Enski miðjumaðurinn var sterklega orðaður við Manchester City og Liverpool í vetur.

Real Madrid greiðir Dortmund um 100 milljónir evra fyrir Bellingham.

Kappinn á að gangast undir læknisskoðun í spænsku höfuðborginni á næstu dögum.

Bellingham hefur átt frábæru gengi að fagna með Dortmund síðustu ár og ekki var frammistaða hans á HM í fyrra með enska landsliðinu til að draga úr áhuga á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa