fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Spyr hvers vegna ekki sé haldið upp á dag flugliða eins og sjómanna

Eyjan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 14:40

Ólafur Arnarson spyr hvers vegna ekki sé haldinn hátíðlegur dagur flugliða eins og sjómannadagurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er munurinn á sjómennsku og öðrum störfum á borð við störf flugliða, heilbrigðisþjónustu, kennara eða bílstjóra?

Ólafur Arnarson veltir þessu fyrir sér í nýjum pistli sem birtist undir hatti Náttfara á Hringbraut. Þá vekur hann athygli á þversögninni sem birtist í því að á sérstökum frídegi verslunarmanna eigi allir frí nema verslunarfólk.

Hér er pistillinn í heild:

Hvers vegna ekki flugliðadag eins og sjómannadag?

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt um liðna helgi. Þá fagnar þessi mikilvæga en fámenna stétt, slettir vel úr klaufunum í landlegu og tekur þátt í hefðbundnum skemmtiatriðum sem flest eru börn síns tíma þótt enn sé haldið í þau. Á það við um reiptog, koddaslag og önnur unggæðingsleg áflog.

Sjómönnum hefur fækkað mikið á Íslandi á liðnum árum og áratugum. Stafar það af stóraukinni sjálfvirkni í sjávarútvegi og fullkomnari skipum og tækjum í greininni. Um og upp úr miðri síðustu öld voru gjarnan 30 menn í áhöfnum síðutogaranna sem þá voru hér í notkun. Nú hefur fækkað í áhöfnunum niður í helming eða jafnvel þriðjung af því sem var enda eru öll skip núna mun stærri og fullkomnari en var.

Lengi vel var sjávarútvegur langmikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi, í algerum sérflokki varðandi gjaldeyrisöflun, verðmætasköpun og atvinnusköpun. Staðan er nú gjörbreytt hvað þetta varðar. Sjávarútvegur er að sönnu enn þá mikilvæg atvinnugrein á Íslandi en aðrar greinar hafa komið til sögunnar og tekið forystu. Flug og ferðaþjónusta eru nú langmikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi. Hún skilar meira en helmingi allrar gjaldeyrisöflunar í landinu, skapar flest störf og ræður mestu um hagvöxt og afkomu þjóðarbúsins. Þá leggur stóriðja og orkufrekur iðnaður einnig til vaxandi skerf til velmegunar landsmanna og skapar miklar gjaldeyristekjur.

Þegar aðstæður hafa breyst með þessu hætti er orðið býsna langsótt að leggja sérstakan dag undir hátíðarhöld fyrir stétt sjómanna en ekki sérstakan flugliðadag, eða dag bílstjóra, eða dag lækna og hjúkrunarfólks eða þá dag kennara. Þessar stéttir eru fjölmennari en stétt sjómanna og verðskulduðu því ekkert síður að sérstakur dagur yrði haldinn hátíðlegur þeim til heiðurs.

Í þessu samhengi er vert að minnast á frídag verslunarmanna sem er fyrsti mánudagur í ágúst ár hvert. Verslunarmannahelgin er helsta ferðahelgi landsmanna en þá eiga flestir frí sem fólk notar til ferðalaga – nema auðvitað þeir sem komast ekki frá vegna þess að þeir þurfa að vinna. Það á ekki síst við um verslunarfólk sem þarf að halda búðunum opnum á frídegi verslunarmanna þegar flestir eiga frí. 

Þvílík endemis della!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum