fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Ólafur Ingi brattur fyrir lokamótið þrátt fyrir að fá ekki skærustu stjörnurnar með – „Ég myndi ekki segja áfall“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari Íslands í U19 karla, hefur valið hóp sem spilar fyrir Íslands hönd á lokakeppni EM 2023 á Möltu dagana 3. – 16. júlí.

„Það eru ekki margar breytingar frá milliriðlinum í mars,“ segir Ólafur Ingi í samtali við 433.is.

video
play-sharp-fill

Kristian Nökkvi Hlynsson miðjumaður Ajax og Orri Óskarsson framherji FCK eru ekki í hópnum. Þar sem mótið fer ekki fram í hefðbundnum glugga þá geta félögin hafnað því að hleypa leikmönnum í mótið.

„Ég myndi ekki segja áfall, aðallega þeirra vegna hefði maður viljað að þeir fengu að fara með. Þeir eru að fara á undirbúningstímabil með sínum félögum, það sýnir hversu vel metnir þeir eru hjá sínum félögum. Það er frábær reynsla að fara á lokamót, við erum með sterkan hóp.“

Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni á mótinu. Ísland endaði í efsta sæti síns riðils í undankeppni mótsins.

„Þetta er hörkuriðill eins og gefur að skilja í lokamóti,“ sagði Ólafur og segir íslenska liðið stefna á sigur í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Hide picture