fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Þetta er næst á dagskrá hjá Liverpool nú þegar Mac Allister er nánast mættur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Mac Allister er á barmi þess að ganga í raðir Liverpool. Jurgen Klopp vill hins vegar halda áfram að styrkja miðsvæði sitt.

Argentíski miðjumaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarið, en hann átti frábært tímabil með Brighton.

Mac Allister mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á næstu einum til tveimur sólarhringum.

Miðsvæðið var til vandræða hjá Liverpool á leiktíðinni sem er að klárast. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og missti af Meistaradeildarsæti.

Það má því búast við að minnsta kosti einum miðjumanni til viðbótar. Verður farið beint í að vinna að því að finna hann.

Liverpool hefur sett sig í samband við umboðsmenn þeirra Khephren Thuram hjá Nice og Manu Kone hjá Borussia Monchengladbach.

Báðir eru þeir aðeins 22 ára gamlir en leika stórt hlutverk með sínum liðum.

Þá hefur Liverpool einnig áhuga á Gabri Veiga hjá Celta Vigo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar