fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Fyrstu myndirnar af umdeilda nýja stjörnuparinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. júní 2023 09:59

Timothée Chalamet og Kylie Jenner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Fyrstu sögusagnir fóru á kreik í apríl og er óhætt að segja að aðdáendur hafi brugðist hart við.

Aðdáendur leikarans skrifuðu athugasemdir á Instagram-síðu hans og grátbáðu hann um að falla ekki fyrir „Kardashian/Jenner bölvuninni.“

Chalamet var áður í sambandi með leikkonunni og fyrirsætunni Lily-Rose Depp og Lourdes Leon, dóttur Madonnu.

Kylie Jenner sleit sambandi sínu við barnsföður sinn, Travis Scott, í desember í fyrra. Saman eiga þau tvö börn. Raunveruleikastjarnan og leikarinn eru sögð hafa byrjað að slá sér upp saman í janúar.

Þau hafa farið mjög leynt með sambandið og haldið sig frá sviðsljósinu. Page Six birtir fyrstu myndirnar af þeim saman, en paparazzi ljósmyndarar hafa elt parið á röndum undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti sem þeim tekst að ná myndum af þeim saman.

Þau virðast hafa tekið sambandið á næsta stig og hafa hitt fjölskyldur hvors annars en á umræddum degi sem myndirnar voru teknar voru systur þeirra, Kendall Jenner og Pauline Chalamet, með þeim.

Heimildarmaður Page Six sagði í apríl að það hafi verið engin alvara á milli þeirra en samkvæmt miðlinum hefur ýmislegt breyst undanfarinn mánuð og nú verja þau hverjum degi saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því