fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júní 2023 17:29

Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Mynd/Fókus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er fyrsti gestur Fókuss, sem er nýr lífsstílsþáttur á DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Ásdís Rán hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina; glamúrfyrirsæta, einkaþjálfari, þyrluflugmaður, umboðsmaður, rithöfundur og fatahönnuður svo fátt sé nefnt.

Hún hefur prýtt forsíðu Playboy og Maxim, sem eru tvö vinsælustu tímarit heims. En nú hafa tímarnir breyst, útgáfa prentmiðla hefur dregist saman og leita stjörnur á önnur mið til að afla sér tekna og sinna ástríðunni.

Ásdís Rán fetar í fótspor frægra vinkvenna sinna – fyrirsætanna Carmen Electra, Katie Price og Coco og leikkonunnar Bellu Thorne – og kemur með glamúrinn á OnlyFans.

video
play-sharp-fill

Skammir frá Facebook fyrir of mikinn kynþokka

Hún opinberar þetta í Fókus og segir að um sé að ræða glamúrmyndir og myndir úr myndatökum sem hefðu áður ratað í tímarit.

„[Þetta er] sama og ég hef alltaf gert. Ég er svolítið að færa mig frá því að pósa í tímaritum, því nú eru bara eitt, tvö tímarit eftir. Þá er þetta bara allt að færast svolítið yfir á samfélagsmiðla. Standardinn minn er aðeins stærri en Instagram, ég nenni ekki að vera að keppast við að pósta einhverjum myndum þar. Frekar vil ég geta haldið áfram að taka mínar myndir, sem eru yfirleitt glamúrmyndir, og þarna hef ég tækifæri að deila þeim,“ segir Ásdís Rán.

Hún hefur reynt að deila myndunum á Facebook en það eru fáir miðlar með jafn strangar reglur og sá miðill þegar kemur að myndbirtingum.

„Ef ég deili einhverju á Facebook þá er prófílnum mínum lokað í mánuð, fæ 500 tilkynningar ef myndin er of kynþokkafull. Maður er löngu búinn að gefast upp á því að deila einhverju þar,“ segir hún.

OnlyFans er ekki bara einhver klámsíða

Síðan er vettvangur fyrir aðdáendur hennar að fylgjast með Ísdrottningunni og skýrt skal tekið fram að hún er ekki að framleiða klám.

„Þetta er klárlega framtíðin. Það er mikill misskilningur hérna, sérstaklega því landið er svo lítið, að OnlyFans sé einhver klámsíða. Það er bara bull. Það eru kokkar þarna, líkamsræktarþjálfarar, það eru mömmur, einhverjir bílakallar og alls konar fólk sem er þarna með vettvang til að ná sér í tekjur frá sínum aðdáendahóp,“ segir hún.

Ásdís Rán segist kannski ekki mæla með þessu fyrir venjulegt fólk.

„Það er örugglega ekki mjög auðvelt að vera venjuleg manneskja og byrja með OnlyFans, þá væntanlega þarftu að framleiða klám eða eitthvað til að byggja upp [aðdáendahóp]. En fyrir mig, sem er með tugi eða hundruði þúsunda aðdáenda, þá bara færi ég mig bara þarna yfir og get séð um mína aðdáendur þar,“ segir hún.

Hægt verður að horfa á þáttinn í heild sinni á DV í kvöld klukkan 20:00.

Fylgstu með Ásdísi Rán á Instagram, Facebook og hlaðvarpsþætti hennar, Krassandi konur, á YouTube.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda
Hide picture