fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Tekur undir með landsliðsþjálfaranum og segir ákvörðun sambandsins vera út í hött – ,,Eins og þetta sé að duga eða drepast fyrir hann“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. maí 2023 20:44

Ivan Toney. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur tekið undir með Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Southgate gagnrýndi ákvörðun enska knattspyrnusambandsins á dögunum sem dæmdi Ivan Toney í átta mánaða bann.

Toney er dæmdur fyrir að brjóta veðmálareglur og má ekki taka þátt á einu sinni æfingum Brentford fyrstu fjóra mánuðina.

Það er ákvörðun sem bæði Southgate og Frank eru undrandi á en um enskan landsliðsmann er að ræða.

,,Ég er algjörlega sammála Gareth sem kom með frábæran punkt. Já, Ivan gerði eitthvað af sér og fær refsingu. Það sem ég skil ekki í eina sekúndu er af hverju hann má ekki taka þátt í neinu sem tengist fótbolta fyrstu fjóra mánuðina?“ sagði Frank.

,,Hvað eru þeir að græða á því? Ef þú vilt gefa fólki annað tækifæri þá er best að gefa þeim séns á að mennta sig. Það er eins og þetta sé að duga eða drepast fyrir hann.“

,,Þetta snýst ekki bara um Ivan. Hann er einhver sem fótboltaheimurinn getur lært af. Við þurfum að skoða sambandið á mimlli veðmála og fótboltans – ég er ekki með svarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa