fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Tekur undir með landsliðsþjálfaranum og segir ákvörðun sambandsins vera út í hött – ,,Eins og þetta sé að duga eða drepast fyrir hann“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. maí 2023 20:44

Ivan Toney. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur tekið undir með Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Southgate gagnrýndi ákvörðun enska knattspyrnusambandsins á dögunum sem dæmdi Ivan Toney í átta mánaða bann.

Toney er dæmdur fyrir að brjóta veðmálareglur og má ekki taka þátt á einu sinni æfingum Brentford fyrstu fjóra mánuðina.

Það er ákvörðun sem bæði Southgate og Frank eru undrandi á en um enskan landsliðsmann er að ræða.

,,Ég er algjörlega sammála Gareth sem kom með frábæran punkt. Já, Ivan gerði eitthvað af sér og fær refsingu. Það sem ég skil ekki í eina sekúndu er af hverju hann má ekki taka þátt í neinu sem tengist fótbolta fyrstu fjóra mánuðina?“ sagði Frank.

,,Hvað eru þeir að græða á því? Ef þú vilt gefa fólki annað tækifæri þá er best að gefa þeim séns á að mennta sig. Það er eins og þetta sé að duga eða drepast fyrir hann.“

,,Þetta snýst ekki bara um Ivan. Hann er einhver sem fótboltaheimurinn getur lært af. Við þurfum að skoða sambandið á mimlli veðmála og fótboltans – ég er ekki með svarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City

England: Haaland skoraði fernu í öruggum sigri Manchester City
433Sport
Í gær

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Í gær

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Í gær

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi