fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu rosalega uppbyggingu sem er að fara af stað á Akureyri – Skrifuðu undir samning í dag

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er heldur betur merkisdagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar í dag en KA og Akureyrarbær skrifuðu í dag undir uppbyggingarsamning á KA-svæðinu. Á svæðinu verður nýr glæsilegur gervigrasvöllur með stúku sem uppfyllir allar helstu kröfur.

KA fékk tímabundinn völl á svæðinu í fyrra en nú fer uppbyging á fulla ferð.

Í stúkubyggingunni verður meðal annars flott aðstaða fyrir lyftingadeild KA og þá verður tengibygging á milli núverandi aðstöðu og þeirrar sem byggð verður. Tengibyggingin mun fjölga búningsklefum á vegum félagsins en núverandi aðstaða er fyrir löngu sprungin miðað við þann fjölda sem nýtir sér aðstöðu KA á degi hverjum.

Þá mun júdódeild KA einnig verða með aðstöðu í tengibyggingunni auk skrifstofa og annarrar aðstöðu sem mun nýtast í daglegu starfi félagsins. Það eru því ansi hreint spennandi tímar framundan og hvetjum við alla félagsmenn KA til að mæta á aðalfund KA sem verður klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í kvöld en þar munum við kynna uppbygginarplönin betur.

Hér má sjá nokkrar myndir af þeirri uppbyggingu sem KA og Akureyrarbær eru að fara í á KA-svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Í gær

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze