fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Þetta eina einkenni sannfærði Selmu Blair um að Christina Applegate væri með MS

Fókus
Þriðjudaginn 23. maí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Selma Blair hafði glímt við MS-sjúkdóminn í um fjóra áratugi áður en hún fékk greiningu og hún var ákveðin í því að tryggja að vinkona hennar og kollegi, Christina Applegate, þyrfti ekki að ganga í gegnum það sama.

Christina rifjaði það upp í samtali við breska Vogue að það hafi verið Selma sem hvatti hana til að leita til læknis vegna gruns um MS.

„Ég sat í stofunni hjá Selmu, börnin okkar voru að leika sér saman, og ég sagði við Selmu að ég væri búin að vera með furðulegan náladofa í fótunum. Hún sagði þá: „Þú verður að láta athuga hvort þú sért með MS.“ Jafnvel þó læknirinn minn væri ósammála, og svo reyndist þetta rétt.“

Christina segir að það sé því vinkonu hennar að þakka að hún býr við meiri lífsgæði í dag, eftir greininguna, en hefði hún þurft að ganga í gegnum margra ára greiningarferli.

Christina greindi frá því árið 2021 að hún hefði verið greind með MS, en aðeins þremur árum hafði Selma opnað sig um sína greiningu. Þær hafa svo saman orðið óformlegri talsmenn MS-sjúklinga.

Selma segir að hún hafi til að byrja með reynt allt sem hún gat til að leyna einkennum sínum, áður en hún var formlega greind. Hún hafi leikið í mörgum sínum þekktustu hlutverkum samhliða erfiðum einkennum á borð við skort á samhæfingu. Hún hafi jafnvel verið á tímum föst inn í hjólhýsi sínu á tökustað þar sem hún var hreinlega of veikburða til að athafna sig. Sérstaklega hafi einkennin á borð við uppköst, hárlos og útbrot verið þungbær.

Biðin eftir að fá útskýringu á veikindunum hafi verið hrottaleg og hafi hún oft verið á mörkum þess að gefast upp á lífinu. Að lokum hafi hún ákveðið að hætta að leika.

„Ég varði þá dögunum upp í rúmi, grátandi, drakk óhóflega af áfengi, las stundum og svaf, fór til lækna og heilara. Ég gafst næstum upp fyrir greininguna. Ég var alltaf viti mínu fjær af hræðslu yfir því að verða öryrki, eða úrskurður andlega vanheil. Móðir mín sagði mér alltaf að það væri dauði fyrir konu hvað ferilinn varðar.“

Nú er Selma að einbeita sér að vitundarvakningu um sjúkdóminn en útilokar þó ekki að snúa aftur á stóra skjáinn – hún sé í það minnsta tilbúin að skoða möguleikann ef rétta hlutverkið býðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin