Manchester City 1 – 0 Chelsea
1-0 Julian Alvarez(’12)
Manchester City vann lið Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við á Etihad.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en bæði lið hefðu getað stolið sigrinum ef skoðað er tölfræðina.
Eina mark leiksins skoraði Julian Alvarez en hann kom boltanum í netið fyrir City í fyrri hálfleik.
Heimamenn voru búnir að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn fyrir leikinn en eiga nú möguleika á að ná yfir 90 stigum á tímabilinu.
Chelsea situr sem fastast í 12. sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið 11 leiki af 36.