Ljóst er að Arsenal verður ekki Englandsmeistari árið 2023 eftir tap gegn Nottingham Forest í síðasta leik dagsins.
Arsenal er fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City en á aðeins einn leik inni og getur þar með ekki komist á toppinn.
Arsenal var lengi og þá mjög lengi á toppi deildarinnar og þá í 248 daga og setti um leið met.
Ekkert lið hefur verið eins lengi á toppnum í deildinni án þess að fagna sigri að lokum sem er alls ekkert sérstakt met að eiga.
Arsenal missteig sig á lokasprettinum í deildinni og hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum svo eitthvað sé nefnt.
😬 Arsenal led the Premier League table for 248 days in 2022-23, the most for a team who failed to win the title in English top-flight history. pic.twitter.com/KfXjO1sqBx
— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2023