Bayern 1 – 3 RB Leipzig
1-0 Serge Gnabry
1-1 Konrad Leimer
1-2 Christopher Nkunku(víti)
1-3 Dominik Szoboszlai(víti)
Bayern Munchen tapaði á heimavelli í þýsku Bundesligunni í kvöld er liðið spilaði við RB Leipzig.
Það eru úrslit sem gera gríðarlega mikið fyrir Borussia Dortmund sem er í harðri titilbaráttu við þá rauðklæddu.
Dortmund á leik inni og getur náð tveggja stiga forskoti á toppnum ef liðið vinnur Augsburg á útivelli á morgun.
Leipzig vann Bayern óvænt 3-1 á útivelli í kvöld og er um leið að tryggja sér Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.
Aðeins ein umferð er eftir í þýska boltanum eftir helgina og ef Dortmund vinnur Augsburg er liðið í bílstjórasætinu þegar kemur að titlinum.