KR-ingar eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á Fylki í kvöld í markaleik.
KR komst í 0-2 með mörkum frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni og Jóhannesi Kristni Bjarnasyni á fyrsta hálftímanum.
Benedikt Daríus Garðarson minnkaði muninn fyrir minnkaði muninn fyrir heimamenn á 37. mínútu en áður en hálfleiksflautið gall var forysta KR orðin tvö mörk á ný. Þá skoraði Aron Þórður Albertsson.
Pétur Bjarnason minnkaði muninn á ný fyrir Fylki eftir tíu mínútur af seinni hálfleik. 20 mínútum síðar voru heimamenn búnir að jafna með öðru marki Benedikts.
Sigurður Bjartur Hallsson tryggði KR hins vegar sigurinn á 81. mínútu leiksins.
Lokatölur 3-4 og KR-ingar komnir í 8-liða úrslit.