Liverpool á virkilega góða möguleika á Meistaradeildarsæti eftir mjög öflugan 0-3 sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Curtis Jones var maður kvöldsins en hann skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik. Mo Salah lagði upp bæði mörkin.
Salah lagði svo upp þriðja mark sitt í síðari hálfleik þegar Trent Alexander-Arnold skoraði.
Liverpool er með sigrinum aðeins stigi á eftir Manchester United og Newcastle sem sitja í Meistaradeildarsæti. Bæði lið eiga leik til góða á Liverpool.
Bæði United og Newcastle þurfa að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum til að halda í sætið. Leicester er hins vegar á barmi þess að falla.
Leicester er tveimur stigum frá öruggu sæti nú þegar liðið á aðeins tvo leiki eftir. Liðið á leiki gegn Newcastle og West Ham eftir.