Miðar á síðasta heimaleik Arsenal á þessu tímabili hafa hrunið í verði á örfáum dögum eftir að ljóst varð að liðið verður ekki enskur meistari.
Arsenal var um tíma með öruggt forskot í deildinni en hefur á undanförnum vikum kastað því frá sér. Nú er svo gott sem öruggt að Manchester City verður meistari.
Á tímabili kostuðu miðar á svarta markaðnum í kringum 53 þúsund pund eða rúmar 9 milljónir króna á síðasta heimaleik liðsins. Töldu flestir að þarna yrði Arsenal meistari og fengi bikarinn afhentan.
Miðar á svipað svæði á Emirtaes völlinn seljast í dag á 345 pund og því hefur verðið lækkað 150 falt og ögn meir á þessum mjög svo skamma tíma.
Síðasti heimaleikur Arsenal er eftir tæpar tvær vikur gegn Wolves.
Arsenal hefur á undanförnum vikum tapað mikið af stigum í deildinni og 0-3 tap gegn Brighton í gær varð til þess að liðið á nú nánast enga von á því að vinna deildina.