fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Leikmenn City þurfa að passa sig – „Púlsinn fer ekki upp hjá þeim, þeim er drullusama“

433
Mánudaginn 15. maí 2023 11:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.

Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fóru fram í síðustu viku og fara þeir seinni fram á morgun og hinn. Þar voru flest augu á leik Real Madrid og Manchester City, sem lauk 1-1.

„Ég held að þetta sé draumaniðurstaðan fyrir seinni leikinn. Miðað við hvernig þetta var í fyrra bjóst maður alveg við einhverri geðveiki en City hélt sínu plani. Pep var ekkert að ofhugsa hlutina,“ sagði Vilhjálmur í þættinum, en hann stýrir umfjöllun um Meistaradeildina á Viaplay.

Andri tók til máls. „Ég hefði viljað, fyrir seinni leikinn, að Real hefði farið í hann með eins marks forystu.“

Hann segir fólki að vanmeta ekki Real Madrid.

„Við sáum þetta líka í fyrra, Real er undir í baráttunni úti á velli, svo ver Courtois 2-3 skot og Real skorar svo gegn gangi leiksins.“

Hrafnkell segir tími til kominn að City vinni Meistaradeildina.

„Ég held að City taki seinni leikinn. Þeir eru það öflugir á heimavelli. Það er komið að þessu.“

Vilhjálmur bendir á reynslu Real Madrid. „Púlsinn fer ekki upp hjá þeim, þeim er drullusama. Ég held eftir þennan leik að Real taki þá. Þeir sitja áfram og svo eru það skyndisóknir.“

Andri var sammála. „Merkið á brjóstinu telur svolítið mikið. Þeir sem hafa verið bestir hjá City í deildinni, þetta er ekki það sama. Sjáiði Grealish, þetta er ekki sami maður og í Meistaradeildinni.“

Umræðan um Meistaradeildina í þættinum er hér að neðan í heild.

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er einnig komin út í hlaðvarpsformi á allar helstu veitur. Nýjasti þátturinn í heild er hér að neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
Hide picture