fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Haraldur greinir frá örlagaríkri ákvörðun ökumanns fyrir 35 árum

Fókus
Fimmtudaginn 11. maí 2023 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, birti í dag tíst þar sem hann greindi frá þeim afdrifaríku afleiðingum sem ákvörðun ökumanns nokkur hafði á líf hans fyrir 35 árum síðan.

„Fyrir 35 árum síðan ákvað maður að keyra, eftir að hafa drukkið áfengi. Þannig missti ég móður mína. Gerið þið það, ekki drekka og keyra“

Móðir Haralds, Anna Jóna Jónsdóttir, lést árið 1988. Jóhann Sigurðsson, leikari, eiginmaður hennar rifjaði upp þennan hræðilega dag í viðtali við Vísi árið 2012, en þar sagði hann:

„Við vorum á Skúlagötunni að koma keyrandi heim og ég var við stýrið. Það var bíll fyrir framan okkur sem vék allt í einu upp á gangstétt og á okkur skall annar sem kom úr gagnstæðri átt á ofsahraða. Bílstjórinn var á stolnum bíl, dauðadrukkinn, ljóslaus, próflaus og á öfugum vegarhelmingi. Þegar hann vaknaði daginn eftir í fangageymslunni hélt hann að hann hefði lent í áflogum, mundi ekkert hvað hefði gerst. En það voru 20-25 metrar milli bílanna eftir áreksturinn, höggið var svo mikið. Konan mín dó samstundis, hún hét Anna Jóna og var Jónsdóttir.“

Jóhann var sjálfur fluttur þungt haldinn á gjörgæslu og var tvísýnt um tíma hvort hann hefði það af. Hann velti fyrir sér hvers vegna hann lifði af, en hún ekki.

Kveikur fjallaði um Harald á síðasta ári og sagði að móðurmissirinn hafi verið ólýsanlegt áfall og sé það eiginlega enn, móðir hans hafi verið besta mamma í heimi, ótrúlega ljúf og skilningsrík.

„Þetta er eiginlega enn þá mikið áfall fyrir mig. Stundum er talað um að tíminn lækni öll sár, en ég er ekki sammála því. Þegar ég hugsaði um þetta þá finnst mér eins og heimurinn hafi bara brotnað, eða myndin hafi brotnað og hún hefur aldrei komið til baka.“

Ökumaðurinn var í sakadómi dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en þótti rétt að fresta afplánun 9 mánaða skilorðsbundið til þriggja ára. Var hann ekki sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi heldur fyrir að hafa ölvaður tekið bifreið í heimildarleysi, ekið henni úr Tjarnargötu og austur Skúlagötu, sviptur réttindum ævilangt, á öfugum vegarhelmingi og langt yfir leyfilegum hámarkshraða, þannig að árekstur varð við bifreið sem ekið var á réttum vegarhelmingi með þeim afleiðingum að farþegi bifreiðarinnar lést, eða með öðrum orðum ölvunar- og hraðakstur. Eins var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt – aftur.

Haraldur opnaði nýlega kaffi- og veitingahúsið Önnu Jónu í miðbænum sem er í minningu móður hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“