fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Opinbera loforð sem West Ham hefur gefið Declan Rice fyrir sumarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að West Ham sé til í að leyfa fyrirliða sínum, Declan Rice, að yfirgefa félagið í sumar.

Hinn 24 ára gamli Rice hefur verið frábær fyrir West Ham í fleiri ár þrátt fyrir ungan aldur. Nú er útlit fyrir að kappinn haldi í stærra félag.

Rice á ár eftir af samningi sínum við West Ham en félagið getur hins vegar framlengt þann samning um eitt ár.

Í morgun var greint frá því að verðmiðinn á Rice sé 120 milljónir punda.

Arsenal er talið leiða kapphlaupið um miðjumanninn en flest ensk stórlið hafa þó áhuga á honum einnig.

Sky Sports segir þá frá því að West Ham hafi þegar lofað Rice því að félagið muni ekki standa í vegi fyrir því að hann fái að fara í lið sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Það er draumur kappans að spila í þeirri keppni.

West Ham hefur nánast bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Þá er liðið komið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar. Rice getur því lokið ferli sínum hjá West Ham með titli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze