fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fókus

Hættu við breytingar á ögurstundu – Gísli Marteinn útskýrir hvers vegna

Fókus
Mánudaginn 8. maí 2023 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband evrópska sjónvarpsstöðva (EBU) hafði boðað breytingar á fyrirkomulaginu þegar tilkynnt er í undanúrslitunum hvaða lönd hafa komist áfram. Stóð til að flytjendur myndu allir standa upp á sviðinu þegar úrslitin yrðu tilkynnt.

Þessar breytingar voru svo dregnar til baka.

Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður, er sem stendur staddur í Liverpool þar sem Eurovision-söngvakeppnin fer fram, en keppnin hefst formlega á morgun á fyrra undanúrslitakvöldi. Hann deildi smá Euro-frétt þar sem hann rakti hvers vegna EBU hætti við nýja fyrirkomulagið.

„Það stóð til að tilkynna hver kæmust áfram á morgun og fimmtudaginn með því að hafa listamennina uppá sviði – Idol style. Engar bakraddir eða dansara. Og þau sem kæmust áfram færu af sviðinu eitt og eitt. Eftir stæðu svo bara þau sem kæmust ekki.

Þetta var svo prófað í dag og aðdáendur keppninnar (og ýmis hærra sett) mótmæltu svo hraustlega að það var hætt við og þetta veðrur gert einsog venjulega með öll í græna. Mikil gleði með þessa breytingu og að yfirstjórnin hafi hlustað.“

Vísar Gísli þar til þess að áfram muni keppendur sitja á sérstöku svæði sem gjarnan er kallað græna herbergið, þó svo að undanfarin ár hafi það verið sérstaklega afstúkaður staður í aðalsalnum. Flytjendur munu því geta setið með öðrum úr sínum hóp.

Líklega hefði líka verið hálf pínlegt þegar aðeins þeir sem ekki kæmust áfram væru einir eftir á sviðinu eftir að öll lönd hefðu verið lesin upp. Það virkar kannski í Idol, en Eurovision er í eðli sínu ekki jafn amerískt og sú keppni.

Við munum enn eftir svipnum á breska keppandanum þegar tilkynnt var árið 2021 að hann hefði ekkert stig fengið úr áhorfendakosningunni. Hann hafði þó allavega hópinn sinn með sér til stuðnings. Af samfélagsmiðlum mátti dæma að áhorfendum þótti erfitt að þurfa að horfa upp á vonbrigðin. Svo ekki er á það bætandi að leggja það á okkur að ganga í gegnum þetta á undanúrslitakvöldunum líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Í gær

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“

Vikan á Instagram – „Þetta er mæðradagslúkkið í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“

„Ég upplifði mig sem vandamál eða að ég væri fyrir, það er ekki góður staður að vera á“