fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Áldósir loksins flokkaðar um borð hjá PLAY 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. maí 2023 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur hafið flokkun á áldósum um borð í flugvélum sínum. Breytingar á verkferlum um borð tóku gildi í lok apríl en með tilkomu nýrra regla frá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun var flugfélögum loks gert kleift að flokka um borð. PLAY hafði hvatt yfirvöld til að breyta regluverkinu frá upphafi rekstrar þannig að flugfélög gætu flokkað sorp sem fellur til í flugi. Til þessa hafa áldósir og almennur úrgangur frá flutningstækjum í alþjóðlegri umferð endað í brennslu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Áldósir eru langalgengustu drykkjarílátin um borð í flugvélum PLAY og eru þetta því stór tímamót hjá félaginu. Félagið áætlar að yfir 100.000 áldósir verði flokkaðar frá öðru sorpi um borð í vélum félagsins í ár.  Ál er gríðarlega mikilvæg auðlind og áríðandi að hún fari í réttan farveg. Með því að aðskilja áldósir frá öðrum úrgangi má vinna þær á réttan hátt og skila aftur inn í hringrásarhagkerfið.

108 tonn af úrgangi í fyrra

PLAY leggur mikla áherslu á sjálfbærnimál og flokkun um borð er eitt þeirra verkefna sem unnið er að. Flugfélagið áætlar að um 108 tonn af úrgangi hafi komið frá flugvélum félagsins árið 2022. Næsta skref hjá PLAY er að byrja að flokka pappa og plast og er vinna við þær breytingar þegar hafin.

Fleiri mikilvæg skref hafa verið tekin í sjálfbærnivegferð PLAY á undanförnum mánuðum. Til að mynda leggur félagið upp úr plastlausum umbúðum utan af mat sem seldur er um borð og að áhafnir noti fjölnota hnífapör. Fjölnota hnífapör fyrir áhafnir voru innleidd í september 2022 og á tímabilinu september til desember 2022 má áætla að komið hafi verið í veg fyrir að rúm 300 kíló af einnota plasthnífapörum færu í ruslið.  „Við erum í skýjunum með að það sé loksins orðið að veruleika að dósir séu flokkaðar um borð. Við höfum lengi kallað eftir þessum breytingum eða í raun frá upphafi rekstrarins. Nýju reglurnar hafa nú gefið okkur aukið svigrúm til að flokka sorp um borð og á síðustu vikum höfum við unnið hörðum höndum að því að tryggja að allir innviðirnir séu tilbúnir til þess að fylgja þessum breytingum eftir og ganga úr skugga um að álið endi alveg örugglega á réttum stað. Ísland er klárlega framarlega í þessum málum en árið er nú samt 2023 og það er nýlega búið að breyta þessum reglum. Fluggeirinn verður ekki sjálfbærri en umhverfið utan um iðnaðinn, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim. Enn og aftur fagna ég því að við séum farin að flokka áldósir um borð og það er magnað að sjá hvað áhafnir og farþegar taka vel í þessar breytingar,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá PLAY.

Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í sjálfborni hjá Play
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu