fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn svarar Tómasi Þór fullum hálsi eftir eldræðuna um helgina – „Ég skil ekki hvert hann er að fara með þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, var í gær spurður út í ummæli Tómasar Þórs Þórðarsonar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar skaut fjölmiðlamaðurinn á Óskar.

Eftir leik Blika gegn Val í síðustu umferð Bestu deildarinnar bað Óskar íþróttafréttamenn að fara ekki fram úr sér í umræðunni um sóknarmanninn Stefán Inga Sigurðarson.

Stefán hafði farið vel af stað í deildinni og skorað í fyrstu tveimur umferðunum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Í útvarpsþættinum bað Tómas Óskar afsökunar á að hafa talað Stefán upp, þó með miklum kaldhæðnistón. Í kaldhæðnislegri ræðu sinni baðst Tómas einnig afsökunar á að hafa sett pressu á aðra unga og efnilega leikmenn í fortíðinni.

Eftir tapið gegn ÍBV í gær var Óskar spurður út í ræðu Tómasar í viðtali við Fótbolta.net.

„Mér fannst hún yfirdrifin, skrítin og helst honum til vansa. Ég skil ekki hvert hann er að fara með þetta. Eina það sem mér gekk til var að við erum með leikmann sem er vissulega 22 ára, en hann er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Hann er búinn að vera þrjú og hálft ár í bandarískum háskóla og missa af stórum hluta tímabilsins hjá okkur. Hann hefur aldrei klárað tímabil og aldrei byrjað tímabil,“ sagði Óskar.

„Eina sem ég var að biðja um var að menn myndu draga djúpt andann. Stefán er feikilega efnilegur leikmaður og ef Tómas vill halda þessu áfram þá heldur hann þessu bara áfram. Það er ekkert sem ég get gert í, en eina sem ég bað um var að menn myndu slaka á svo er það þeirra að ákveða hvað þeir gera. Ég ætla ekki að segja þeim hvað þeir gera, en hins vegar finnst mér skrítið að Tómas skuli í raun vera leggja lykkju á leið sína til þess að halda eldræðu um þetta mál og mér fannst það honum ekki vera til sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu