fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Eftir umræðu síðasta sólarhringinn birtir Óskar Hrafn byrjunarlið Breiðabliks á Twitter

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 16:27

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks hefur birt byrjunarlið Breiðabliks fyrir leikinn gegn Fjölni í bikarnum á miðvikudag.

Gerir Óskar þetta á Twitter en umræða hefur verið í gangi síðustu daga um að byrjunarlið Blika sé að leka út fyrir leiki.

„Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. apríl. Brynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi,“ skrifar Óskar á Twitter.

Klæmint Olsen og Oliver Stefánsson hafa verið utan hóps í liði Blika í upphafi sumars en fá tækifæri á miðvikudag gegn Fjölni.

Óskar var spurður út í það á Stöð2 Sport í gær hvort hann væri meðvitaður um það að byrjunarlið Blika væri að leka út fyrir leikina. Blikar unnu 0-2 sigur á Val í gær.

„Þetta skiptir engu máli. Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig,“
sagði Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð