fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Ræddu kjaftasögu í útvarpinu um að Gylfi hafi æft fótbolta undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. apríl 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir risatíðindin fyrir helgi þess efnis að Gylfi Þór Sigurðsson sé nú laus allra mála velta margir því fyrir sér hvort að kappinn snúi aftur á knattspyrnuvöllinn. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, sagði frá áhugaverðum sögusögnum um framtíð Gylfa í boltanum í gær.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

Það er því lítið sem stöðvar Gylfa í að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn, kjósi hann að gera svo.

„Þetta er algjört slúður og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég heyrði það að hann væri búinn að vera að æfa með sínu gamla félagi Reading fyrir luktum dyrum og að það væri möguleki á að hann myndi spila þar ef þeir héldu sér uppi í Championship,“ sagði Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í gær.

Gylfi átti frábæru gengi að fagna með Reading á árum áður, en hann kom upp í gegnum unglingastarf félagsins. Tómasi Þór þykir þó ólíklegt að hann spili aftur í enska boltanum vegna hluta stuðningsmanna þar í landi.

„Ég trúi því alveg að hann sé búinn að vera að æfa þarna því hann þekkir mikið af fólki þarna og er eitt mesta stolt akademíu Reading, sem hefur nú skilað mörgum flottum leikmönnum.

En ég trúi því ekki fyrir mitt litla líf að hann muni spila annan fótboltaleik á Englandi út af því hversu ótrúlega mikið magn af vanvitum sækja íþróttakappleiki á Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Í gær

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“